28.ágúst.2011 | 21:29

Sjávarútvegssýning 2008

Á-sjávarútvegsýningunni í október 2008 komu tvö þekkt fyrirtæki fram í fyrsta sinn undir sama hatti: Friðrik A. Jónsson, sem á yfir sextíu ára sögu sem tengist fjarskiptum, siglinga- og fiskileitartækjum, og Marás, ungt en öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveginn sem sérhæfir sig í vélbúnaði.

Marás keypti Friðrik A. Jónsson 2006. Fyrirtækin starfa sjálfstætt, en undir sama þaki í Akralind 2 í Kópavogi. Þar geta útgerðarmenn fengið búnað í brú jafnt sem vélarrúm skipa sinna og alla þjónustu á augabragði. Skiptir ekki máli hvort skipin, sem þjónusta skal, eru stödd á Íslandi eða einhvers staðar langt úti í heimi. "Við teljum það styrkleika okkar að útgerðarmenn geti fengið hér allt á einum stað hvort sem er vélbúnaður eða tæki í brú. Hjá fyrirtækjunum tveimur starfa menn með áratuga reynslu og mikla þekkingu tilbúnir til að þjónusta viðskiptavini hvar og hvenær sem þeir þurfa á þekkingu og reynslu að halda. Við hjá FAJ sjáum alveg um brúna, þótt Marásmenn komi þar reyndar inn í líka, og svo sjá þeir um vélina. Við erum með heildarlausnir fyrir skipin og nýtum þekkingu hvors annars til hins ýtrasta svo að þjónustan verði sem allra best." Það er þægilegt að geta unnið að öllum lausnum á einum stað, boðleiðir eru stuttar, og mikil sérfræðiþekking hjá báðum fyrirtæk. Gott er að geta snúið sér að næsta manni til að fá upplýsingar um eitthvað sem viðkomandi þekkir kannski ekki sjálfir út í hörgul. Marás er hvað þekktast fyrir japönsku YANMAR bátavélarnar sem hafa reynst frábærlega. Þær eru endingargóðar og sparneytnar sem er kostur þegar eldsneytisverð er í hæstu hæðum. Marásmenn hafa að sjálfsögðu sérhæft sig í að þjónusta vélarnar hvar og hvenær sem er. Auk alls nauðsynlegs vélbúnaðar fyrir fiskiskipin hefur Marás nýverið tekið formlega að sér umboð fyrir hinn þekkta norska Scantrol búnað. Honum er komið fyrir í brúnni en stjórnar vélbúnaðinum svo þekking og reynsla Maráss og Friðriks A. Jónssonar sameinast í Scantrol. Nýjung hjá Marás eru einnig slöngubátar og Viknes skemmtibátar sem seldur eru í fimm stærðum. Kostur þeirra er m.a. að þeir eru með dekk sem hægt er að veiða af, og eru því eins konar snekkjur með fiskveiðiaðstöðu! Friðrik A. Jónsson hefur frá upphafi verið þekkt fyrir SIMRAD tækin en SIMRAD er eitt þekktasta merki í sjávarútvegi í dag. Nýjustu umboð fyrirtækisins eru Northstar, Lowrance og Eagel. M121 frá Northstar er "eitt með öllu"-tæki; dýptarmæli, radar, plotter GPS og eftirlitsmyndavél svo nokkuð sé nefnt. Frá Lowrance kemur nýr breiðbandsdýptarmælir sem er algjör bylting. Hann greinir t.d. smæstu lóðningar og botn á 1000 metra dýpi. Norselight býður síðan nýjan forritanlegan ljóskastara, sem stjórnað er um ethernetkapal, tölvu eða þráðlausa fjarstýringu.
FAJ og Marás leggja áherslu á að ekki sé nóg að selja. Það þurfi líka að fylgja eftir og þjónusta það sem selt er. Fyrirtækin senda menn víða um heim í þeim tilgangi. Við þjónustuna bætist svo að erlendu framleiðendurnir leita gjarnan til Maráss og Friðriks A. Jónssonar þegar þjónusta þarf tæki þeirra þótt íslensku fyrirtækin hafi hvergi komið að sölu þeirra. Íslendingarnir eru nefnilega þekktir fyrir fagmennsku, þekkingu og mikla reynslu og þegar um er að tefla að koma fiskiskipum, sem kosta milljarða, aftur á veiðar er hver mínúta sem fer í viðgerðir dýrmæt.