26.október.2012 | 15:58

Ný heimasíða

26-10-2012

Í dag opnar FAJ nýja heimasíðu um leið og við fögnum því að vera komnir í nýtt og glæsilegt húsnæði ásamt systur fyrirtækjum okkar Marás og Arctic Sport að Miðhrauni 13 Garðabæ. Fögnum því einnig í dag að FAJ verður 70 ára á þessu ári. Einnig fögnum við því að Simrad er ný búið að senda á markaðinn nýja línu af sjálfstýringum er hafa notið geysilegrar hrifningar hjá notendum. Fyrsta sending af þeim seldist upp á tæpum mánuði og er nú kominn biðlisti en næsta sending er væntanleg eftir hálfann mánuð.