25.janúar.2013 | 10:53

Ljósleiðari

Ljósleiðari um borð í Hákon


Starfsmenn Friðriks A. Jónssonar ehf.  Tengdu Simrad lágtíðnisónar SX90 og Simrad hátíðni sónar SH90 á ljósleiðara sem liggur frá brú niður í sónarrými. Með ljósleiðara fæst mun meira gagnaflæði og hætta á truflunum er sára lítil eða enginn miðað við hefðbundnar kapallagnir. Lagður var 12 para ljósleiðari. Simrad sónararnir voru settir á sitthvort parið. Það má reikna með að allir Simrad dýptarmælarnir ES60 og ES70 sem eru um borð í Hákon verði einnig tengdir á eitt ljósleiðaraparið í framtíðinni þannig að það verða 9 pör eftir sem ætti að duga næstu árin.