26.febrúar.2013 | 10:18

Nýsmíði Seigla

MT Senior

SIMRAD, Olex, 


Í síðustu viku var Seigla að afhenda nýjan bát til Nordfiskaren AS Vannvag í Noregi. Þetta er nýsmíði 97. Hann er 15m langur og 4,6m breiður með Simrad og Olex tækjapakka og Vélbúnað frá Marás þar með talið Yanmar 1000 hestöfl aðalvél.

 

Uppistaðan í tækjapakkanum er Simrad og Olex.

Um borð er Olex 3D plotter með AIS uppsetningu.

Frá Simrad er AP70 sjálfstýring með tvö stýri QS80, FU80 og IS70 stýrisvísi.

Simrad talstöðvar RS87 og GMDSS neyðartalstöð AX50

Simrad HS70 GPS áttaviti

Allt tengt saman með NMEA2000/SimNet

Airmar 150 veðurstöð 

 

Einnig eru tvö samtengd Simrad NSO tæki sem stjórna;

1.    GPS og plotter,

2.    6kW/4ft radar,

3.    BSM-2 dýptarmælir sem er tengdur við B265LH botnstykki sem er 42-65kHz og 130-210kHz.

4.    Simrad SonicHub hljómflutningskerfi með AM/FM útvarpi og tengingu fyrir iPod,iTouch, MP3 USB, Video afspilun á NSO.

5.    NSO er með stjórnun á AP70 sjálfstýringu

6.    Einnig er aflestur frá Arimar veðurstöð, frá vél og fl.