27.nóvember.2013 | 10:23

Simrad SX93

Huginn VE-55

 Nú eru komnir 10

Simrad SX93 sónarar

í íslensk fiskiskip


Í lok október var nýr Simrad SX93 lágtíðnisónar settur um borð í Huginn VE-55. Í dag eru 10 skip á Íslandi kominn með SX93 sónar  frá Simrad. Auk Hugins VE eru Ingunn RE, Faxi RE, Lundey RE,  Hákon EA, Hoffell SU, Ásgrímur Halldórsson SF, Jóna Eðvalds SF, Börkur NK og Polar Amaroq.

Þegar Simrad SX90 fjöltíðnisónarinn kom á markað 2009 var hann með betri aðgreiningu en áður hefur þekkst frá Simrad. Meiri langdrægni, mjórri geisla og öflugri úrvinnslu á merkinu ásamt fleiri atriðum. SX90 er einfaldur í notkun með íslenska valmynd, fjóra flýtihnappa til að velja mismunandi skjá myndir eða til að velja milli mismunandi stillinga. Tækið er með 13 mismunandi skjámyndir og ótakmarkað minni fyrir eigin stillingar. Uppsetning er frekar einföld, aðeins einn kapal er notaður frá botnbúnaði upp í brú, Cat 6 eða ljósleiðari. Sendiskápur er mjög öflugur, hann er með sendi og móttakara fyrir hvert element(auga) alls 256, sem sparar tíma, eykur gangöryggi og gæði á endurvarpi. Sendiskápurinn er með lokað kælikerfi sem heldur réttu hitastigi inni í honum. Engin hætta er á að rakt loft í sónarrými komist inn í sendiskápinn. Simrad hefur selt yfir 300 SX90 tæki frá því 2009 sem gerir rúmlega eitt tæki á viku.

Sjá nánari upplýsingar um SX93: http://www.faj.is/vara/simrad-sx90-sonar