21.janúar.2014 | 14:48

Simrad SX93 Kap

Kap VE-4

 Nú eru komnir 12

Simrad SX93 sónarar

í íslensk fiskiskip


Árið byrjar vel hjá Friðrik A. Jónssyni ehf. Í janúar var nýr Simrad SX93 lágtíðnisónar settur um borð í Kap-VE sem er 12 tækið í skip hér á landi.

Auk Kap VE eru Huginn VE, Ingunn RE, Faxi RE, Lundey RE,  Hákon EA, Hoffell SU, Ásgrímur Halldórsson SF, Jóna Eðvalds SF, Börkur NK, Beitir NK og Polar Amaroq.

Nú er komin lausn fyrir þá sem vilja fylgjast með torfunni meðan nótinni er kastað. Simrad er að setja á markaðinn nýjan millitíðni nótasónar (köstunarsónar) SN90. Enginn stór botnbúnaður aðeins eitt botnstykki. Sjá nánari upplýsingar: http://www.faj.is/vorur/fiskileitataeki/sonar