15.desember.2014 | 11:37

Nýr Sónar í Kristínu EA-410

Kristína EA410

með fyrsta

SU90 sónarinn frá SIMRAD


Kristína EA410 (Samherji) sem er stærsta skip íslenska flotans fékk fyrsta SIMRAD SU90 sónarinn á Íslandi. SU90 er nýr sónar sem er aflmikill og langdrægur lágtíðni sónar með mikla aðgreiningarmöguleika.
 
Skjámynd frá SIMRAD SU90
 
 Stillanlegur halli á geisla.
 
Lóðréttur og láréttur geisli.
 
 
 
 
 
 
 
 
SIMRAD SU90 er 30% langdrægari en fyrirrennarar hans og sendir bæði lárétta og lóðrétta geisla sem þýðir að ekki er nauðsynlegt að vera yfir torfu til að sjá hana því hann horfir samtímis niður og til hliðar. Fiskileit við botn eða upp við yfirborð er mjög góð með SU90 þar sem aðgreining er einstaklega góð. SU90 er fjöltíðni sónar og vinnur á bilinu 20-30 khz.
SU90 er stóri bróðir SX90 með 50% fleiri senda og móttakara.
 
SIMRAD býður upp á MRU-D stöðugleikakerfi sem eykur stöðugleika á geisla svo um munar. Vinnuhraði er 10 sinnum á sekúndu.
 
Þess má geta að um borð í Kristínu eru fyrir SIMRAD ES70 dýptarmælar sem og SIMRAD FS70 höfuðlínusónar.
 
Tæknilýsing SIMRAD SU90 :
Langdrægur sónar
Mikil upplausn
Mjór geisli til stærðargreiningar
Mikil næmni
360° hringleitun
60° sneiðmynd
20 – 30 kHz tíðnisvið
4,9° geisla breidd á 30 kHz
Hyperbolic FM mótun á sendingu (Chirp)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
SIMRAD SU90 Botnstykki