Eftir að Friðrik lét af störfum hjá Viðtækjaverslun Ríkisins, um það leiti sem ríkið létti af einokunarverslun á slíkum tækjum, starfaði hann við innflutning og sölu á útvarpstækjum og kvikmyndasýningavélum.
Á næstu árum þróaði hann starfsemi sín yfir í fjarskipta, siglinga og fiskileitartæki. Fyrirtækið hefur verið leiðandi á sínu svið og verið í eigu sömu fjölskyldu þar til eigendur Marás keyptu það árið 2006.
Friðrik hóf samstarf við Willy Simonsen sem stofnaði Simonsen Radio a.s. í Noregi sem síðar fékk nafnið Simrad sem er eitt þekktasta merkið í sjávarútvegi í dag.
Á síldarárunum varð bylting í síldveiðum þegar Friðrik setti á Íslandsmarkað fyrsta Simrad sonarinn (Astik) sem á þeim tíma var settur í öll helstu síldarveiðiskip á Íslandi og var upphaf að sterkri stöðu Friðriks A. Jónssonar ehf og Simrad á Íslandi.Friðrik A. Jónsson ehf. hefur stöðugt bætt stöðu sína á markaðnum með því að vera vakandi yfir nýjungum og velja umboð sem eru leiðandi á sínu sviði.
Sími: 693 0800
Sími: 693 0803
Sími: 693 0801
Sími: 693 0806
Friðrik A. Jónsson ehf hefur um árabil sérhæft sig í sölu og þjónustu á rafeindabúnaði fyrir skip og báta. Fiskileitartæki, dýptarmælar, fjarskiptatæki og annar rafeindabúnaður er meðal þess sem er í boði hjá okkur. FAJ rekur verkstæði sem býður upp á viðgerðir og uppsetningu rafeindabúnaðar í skip og báta.
Hjá FAJ starfa eingöngu fagmenn sem eru vanir að takast á við allskyns tæknileg vandamál og leysa þau. Hvort sem eru viðgerðir, uppsetning búnaðar eða reglubundnar uppfærslur þá geta viðskiptavinir okkar treyst því að þeir eru í góðum höndum hjá okkar mönnum.Tæknimenn FAJ takast á við vandamál nær og fjær og telja ekki eftir sér að fara landshluta á milli og jafnvel heimshorna á milli ef það þarf.
Eftir að Friðrik lét af störfum hjá Viðtækjaverslun Ríkisins, um það leiti sem ríkið létti af einokunarverslun á slíkum tækjum, starfaði hann við innflutning og sölu á útvarpstækjum og kvikmyndasýningavélum.
Á næstu árum þróaði hann starfsemi sín yfir í fjarskipta, siglinga og fiskileitartæki. Fyrirtækið hefur verið leiðandi á sínu svið og verið í eigu sömu fjölskyldu þar til eigendur Marás keyptu það árið 2006.
Friðrik hóf samstarf við Willy Simonsen sem stofnaði Simonsen Radio a.s. í Noregi sem síðar fékk nafnið Simrad sem er eitt þekktasta merkið í sjávarútvegi í dag.
Á síldarárunum varð bylting í síldveiðum þegar Friðrik setti á Íslandsmarkað fyrsta Simrad sonarinn (Astik) sem á þeim tíma var settur í öll helstu síldarveiðiskip á Íslandi og var upphaf að sterkri stöðu Friðriks A. Jónssonar ehf og Simrad á Íslandi.Friðrik A. Jónsson ehf. hefur stöðugt bætt stöðu sína á markaðnum með því að vera vakandi yfir nýjungum og velja umboð sem eru leiðandi á sínu sviði.